Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Allt kom það nær
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 54 | 4.140 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 54 | 4.140 kr. |
Um bókina
Hér stilltu guðir streng;
hann struku dægrin blíð;
þann óm til eyrna bar
mér árblær forðum tíð.
Ég nem hann ljósar nú
er nálgast rökkrið svalt.
Svo fer einn dag að flest
mun fullnað, jafnvel allt.
Nítjánda ljóðabók eins okkar helsta skálds. Þorsteinn talar í einlægni um vonina sem vermir, um drauminn, fegurðina, frelsið, um fortíð og samtíð, um það sem getur breytt lífi okkar á skammri stundu og fyrirvaralaust; en líka um það sem villir okkur sýn: „og blendið er nú/hvers við biðjum, væntum og spyrjum.“
4 umsagnir um Allt kom það nær
Bjarni Guðmarsson –
„Í ljóðunum má því lesa bjartsýni, hugboð um upphaf, um vor – það er ekki allt glatað, heldur leynist með okkur líf, sérstaklega ef við hyggjum að fjársjóði fortíðar: orðum og sögum. Í bókinni má sjá sterkan heildarsvip, þræði sem teknir eru upp aftur og aftur og ljóðin kallast á við hvert annað og magna þannig upp áhrif sín. Ljóðin gætu að sjálfsögðu einnig staðið hvert eitt og sér: orðfar, tónn, hrynjandi, líkingar gera hvert og eitt að sjálfstæðu listaverki, en engu að síður er gaman að sjá merkingu þeirra víkka og andblæinn breytast í samhengi þessarar fínu bókar.“
Gunnþórunn Guðmundsdóttir/bokmenntir.is
Bjarni Guðmarsson –
„Þorsteini lætur einkar vel að mæla í lágum tónum um hríð til þess að skerpa snögglega á boðum sínum … Enn má finna þá sem njóta þess góss sem góð skáld gefa og Þorsteinn frá Hamri hefur bætt í þann sjóð eina ferðina enn.“
Gauti Kristmannsson/Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„Allt kom það nær er enn ein perlan í safn Þorsteins frá Hamri; vandaður, meitlaður og hófstilltur, en jafnframt afar persónulegur kveðskapur, þar sem lesanda opnast nýir heimar við hvern lestur.“
Einar Falur Ingólfsson/Morgunblaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Ljóðmál hans er fágað, tungutakið kraftmikið, hugsunin hvöss og hrynjandin ætíð fullkomin. … Hér er nístandi samfélagsgagnrýni frá þroskuðu skáldi í bland við undurfagrar myndir, skarpa greiningu á mannfólkinu og þungan trega sem liggur undir öllu og litar mál og myndir.“
Friðrika Benónýsdóttir/Fréttablaðið