Áfram Afríka
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 239 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 239 | 990 kr. |
Um bókina
Áfram Afríka er stór og yfirgripsmikil ljósmyndabók eftir Pál Stefánsson þar sem dregin er upp heillandi mynd íþrótt íþóttanna í Afríku: fótboltanum.
Þetta er ferðabók um margbrotna heimsálfu þar sem daglegt líf og aðstæður fólks endurspeglast í knattspyrnunni, hvort sem það er í Marokkó eða Suður-Afríku, í Senegal eða Eþíópíu. Didier Drogba skrifar formálan að bókinni, inngang ritar Chimamanda Ngozi Adichie og eftirmálin er eftir Ian Hawkey.
Hvergi í heiminum er knattspyrna í heimsklassa iðkuð við jafn erfið skilyrði og í Afríku. Stjörnur á borð við Didier Drogba og Samuel Eto’o koma frá löndum þar sem fæstir spila í skóm og net þekkjast ekki í mörkum. Þrátt fyrir þetta er knattspyrna leikin nánast alls staðar í öllum Afríkulöndum, á götum og torgum, á ökrum, þjóðvegum og ströndum af ástríðu og innlifun sem á ekki sinn líka.
Bókin dregur upp heillandi og litríka mynd af þeirri fjölbreytni og þeim krafti sem einkennir knattspyrnulíf Afríkulanda og gefur algerlega nýja og jákvæðari sýn á líf Afríkubúa. Áfram Afríka!