Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Útgefandi: Háskólaútgáfan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 425 5.890 kr.
spinner

Á fjarlægum ströndum – Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Útgefandi : Háskólaútgáfan

5.890 kr.

Á fjarlægum ströndum
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 425 5.890 kr.
spinner

Um bókina

Ísland – Spánn. Spánn – Ísland. Annað er eitt nyrsta land Evrópu og teygir sig rétt yfir heimskaustsbaug, hitt syðsta land álfunnar og er ekki nema örfáa kílómetra frá Afríku. Þrátt fyrir tæplega þrjú þúsund kílómetra fjarlægð má finna margt forvitnilegt sem hefur tengt löndin allt fram á okkar daga.

Á fjarlægum ströndum er safn greina eftir fjórtán höfunda sem snúast um margvísleg tengsl landanna í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobsveginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við strendur Íslands og Baskavígunum svonefndu, ákæru íslenskrar stúlku á hendur spænskum manni á 17. öld, útflutningi á saltfiski og innflutningi á Spánarvínum, íslenskum sjálfboðaliðum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni og íslenskum gítarnemum á Spáni. Einnig er fjallað um sólarlandaferðir Íslendinga, upphaf spænskukennslu á Íslandi, þýðingar íslenskra bókmenntaverka á spænsku og spænskra á íslensku, orð sem hafa farið milli tungumálanna tveggja og gömul orðasöfn og handrit. Í bókarlok eru minningarbrot Spánverja sem sest hafa að á Íslandi og Íslendinga sem hafa dvalið lengri eða skemmri tíma á Spáni.

Tengdar bækur