13 dagar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.290 kr. | ||
Kilja | 2017 | 279 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2016 | 279 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.290 kr. | ||
Kilja | 2017 | 279 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2016 | 279 | 3.490 kr. |
Um bókina
Á ég skilið að lifa? Mig langar ekki.
Ég er drusla og aumingi.
Á morgun er annar dagur. Vonandi.Klara Ósk, 12 ára (Facebookfærsla)
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Klöru Ósk Viðarsdóttur Smith, 15 ára. Hún er 165 cm á hæð, 56 kg, grannvaxin, með blá augu og sítt ljóst hár.
Slíkar tilkynningar berast Síðdegisblaðinu oftar en blaðamennirnir hafa tölu á. Unglingar hverfa eða láta sig hverfa. Stundum eru þetta sömu andlitin hvað eftir annað og þá fyllast samskiptamiðlar af kaldlyndum skömmum út í allt og alla. Af hverju hefur enginn kontról á þessu liði?
Ljósmyndin af stúlkunni sem lýst er eftir snertir viðkvæma strengi í brjósti Einars blaðamanns. Eitthvað í svipnum minnir hann á hans eigin dóttur þegar hún var yngri og saklausari. En nú er Gunnsa sest við hlið föður síns á Síðdegisblaðinu og vill fá að rannsaka sögu horfnu unglinganna. Hún nær sambandi við Klöru Ósk á Facebook og þær mæla sér mót – eða er það ekki svo?
Árni Þórarinsson hefur ritað hörkuspennandi sögu úr íslenskum samtíma og lýsir af stílgáfu og næmi þeirri spillingu sem leynist í hversdagslífinu, heimi hákarla og hornsíla.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 7 mínútur að lengd. Hjálmar Hjálmarsson les.
5 umsagnir um 13 dagar
Árni Þór –
„… prýðileg flétta með snertipunkta hingað og þangað um þjóðfélagið og böl þessi. Trúverðugleiki og ritfærni. Dóttirin er glæsilegur karakter. Ég er sáttur.“
Þorgeir Tryggvason / FB
Árni Þór –
„Spennandi og mjög svo óvæntur krimmi.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„… trúverðugasti krimmahöfundur landsins… nýjasta bók hans er eiturbeitt.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„… tvímælalaust með því besta úr heimi krimmanna. Höfundurinn er sérlega flinkur penni og hefur vaxið ásmegin sem rithöfundi með hverri bók … 13 dagar er margslungin og mögnuð saga. Ein af bestu bókum Árna um blaðamanninn … þétt keyrsla í gegnum listavel skrifaða og æsispennandi sögu … eftir einn besta og frumlegasta spennusagnahöfund landsins.“
Björgvin G. Sigurðsson / Pressan
Árni Þór –
„Margslungin saga sem er listilega vel úthugsuð … Höfundur nálgast viðfangsefnið á eftirtektarverðan hátt með þeim árangri að sagan situr í lesandanum og nagar hann inn að beini.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið