Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Það var ekki ég
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 289 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 289 | 990 kr. |
Um bókina
Jasper – ungur bankamaður í Chicago með glæsilega framtíð rétt handan við hornið.
Meike – bókmenntaþýðandi á hröðum flótta frá þaulhönnuðu lífi efnaðs menntafólks í Hamborg.
Henry – heimsþekktur verðlaunahöfundur haldinn afleitri ritstíflu og ótta við ellina.
Forvitnilegt þrístirni sem lendir í ótrúlegum og allsendis óvæntum ævintýrum. Og hver veit hvernig þau myndu enda ef ástin skærist ekki í leikinn.
Skáldsagan Það var ekki ég sýnir á bráðfyndinn hátt hversu fljótlegt er að rústa bæði banka og vel skipulögðu lífi. Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur rithöfundur og þýðandi sem sló í gegn með þessari sögu í Þýskalandi árið 2010. Áður hafði hann sent frá sér skáldsöguna Zuhause sem gerist á Íslandi og í Þýskalandi.
Bjarni Jónsson þýddi.
5 umsagnir um Það var ekki ég
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„ … borgarsaga … sýnir hvernig borgin virkar sem þessi magnaði seiður … Saga um það hvernig lítil þúfa veltir þungu hlassi því hann nánast setur fjármálalíf heimsins á annan endann! Mér finnst honum takast það mjög vel.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… gleðileikur … mjög ánægjuleg lesning og skemmtileg umfram allt.”
Þröstur Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Textinn hjá Kristof er snarpur og hnyttinn, persónurnar áhugaverðar og trúverðugar … Söguþráðurinn er vel fléttaður og gaman að fá að sjá söguna frá sjónarhorni þriggja persóna. Þetta er mannleg saga, grátbrosleg á köflum, einstaklega læsileg og stórskemmtileg.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Trúverðugleiki er ein leið til að fanga lesendur, Kristof nær því markmiði með því einfaldlega að skrifa svo ljómandi skemmtilega sögu með svo bráðskemmtilegum persónum að lesandi verður fljótlega hálfpartinn skotinn í textanum, og inn á milli er vissulega um nístandi íróníu að ræða, afbyggingu á ímyndaðri verðmætasköpun nútímalegra fjársýslumanna. … hressileg lesning, heilsusamlegur skyndibiti, dálítið einsog speltpizza.“
Björn Þór Vilhjálmsson / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
Ískrandi skemmtileg og listilega stíluð saga með vel skrifuðum persónum og fléttu sem ætti að höfða sérstaklega til Íslendinga.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið