Oskar Gudmundsson

Snorri – Námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Óskar Guðmundsson rithöfundur fjallar um Snorra Sturluson á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem hefst næstkomandi mánudag, 21. nóvember. Í námskeiðslýsingu segir:

„Snorri Sturluson hefur sett meira mark á Íslandssöguna og menningarsögu í Vestur-Evrópu en flestir aðrir einstaklingar. Í ævisögu hans, Snorri – ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241 eftir Óskar Guðmundsson, er sögð saga mikilhæfs manns sem þurfti að kljást við konunga í útlöndum, höfðingja heima fyrir, börnin sín og breyskleika. En þessi maður sem barðist við heiminn fyrir átta öldum sigraði hann líka með bókmenntunum.“

Á námskeiðinu tekur Óskar fyrir nokkra þætti úr sögu Snorra Sturlusonar, þar á meðal sagnamanninn Snorra, konurnar í lífi hans, samskipti hans við hirð og konungsvald og loks um stjórnmálamanninn Snorra.
Þetta er fjögurra kvölda námskeið og er öllum opið. Skráning fer fram á endurmenntun.is eða í síma 525 4444. Nánar á vef Endurmenntunar.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning