Sagnalandið verðlaunað í Þýskalandi

Í gær var tilkynnt að bók Halldórs Guðmundssonar, Sagnalandið, hljóti verðlaun ITB-ferðamessunnar í Berlín í flokknum „bókmenntalegar ferðabækur.“ Ferðakaupstefnan ITB – sem margir Íslendingar þekkja – er sú stærsta í heimi. Hún var stofnuð 1966 og er haldin í mars á hverju ári og hafa sýnendur verið allt að 11 þúsund frá 180 löndum, þar til faraldurinn gerði tímabundið strik í reikninginn. Um nokkurt skeið hefur ITB veitt verðlaun, kölluð ITB Book Awards, fyrir bestu ferðabækurnar sem komið hafa út á þýskumælandi markaðnum árið á undan. Eru verðlaunin veitt í mörgum mismunandi flokkum fyrir frumsamdar og þýddar bækur sem þykja hafa skarað fram úr í sínum flokki. Það er óháð dómnefnd á vegum ITB og félags þýskra bókaútgefenda sem velur verðlaunahafa. Sagnalandið, sem prýtt er ljósmyndum Dags Gunnarssonar, kom út á þýsku í fyrra í þýðingu Kristofs Magnussonar hjá forlaginu Verlagshaus Römerweg og hlýtur verðlaunin í flokki bókmenntalegra ferðabóka (e. literary travel books, þ. literarisches Reisebuch).

Sagnalandið var gefið út hjá Máli og menningu á íslensku og ensku á síðasta ári. Bókin er eins konar bókmenntaleg hringferð um Ísland með viðkomu á þrjátíu stöðum sem tengjast bókmenntum okkar og sögu. Hún er upphaflega skrifuð að beiðni þýska útgefandans. Halldór Guðmundsson hefur m.a. skrifað ævisögu Halldórs Laxness, sem á sínum tíma hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sagnalandið er fimmta bókin eftir hann sem gefin er út í Þýskalandi.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning