Meðal bestu glæpasagna ársins í Svíþjóð

Gagnrýnandi sænska stórblaðsins Dagens Nyheter, Lotta Olsson, er með tvær íslenskar skáldsögur á lista sínum yfir bestu glæpasögur ársins í Svíþjóð. Þetta eru Furðustrandir eftir Arnald Indriðason (Den kalla elden á sænsku) og Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson (Häxans tid á sænsku).

Þeir félagar eru í hópi úrvalshöfunda þar sem meðal annarra má sjá Jussi Adler-Olsen, Håkon Östlundh, Kristinu Ohlsson og Åsu Larsson. Svo segir Lotta að ekki megi maður gleyma uppphafinu, tíu bóka seríu Maj Sjöwall og Per Wahlöö sem var að koma út í nýrri útgáfu í Svíþjóð. Þrjár af bókum þeirra hafa verið endurútgefnar í kilju hjá Forlaginu á síðustu árum, Morðið á ferjunni, Maðurinn á svölunum og Maðurinn sem hvarf. Lotta nefnir einmitt tvær þær fyrrnefndu sem sínar eftirlætisbækur í þeirri seríu.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning