Sofi Oksanen

Hreinsun gerir það gott

Finnsk-eistneska skáldkonan Sofi Oksanen er að gera allt vitlaust, að því er erlendir fjölmiðlar herma. Bók hennar Hreinsun æðir upp metsölulista heimshornanna á milli en þess má geta að íslensk útgáfa hennar er væntanleg í bókaverslanir með haustinu. Bókin kom út í Bretlandi í síðasta mánuði og er fyrsta upplag hennar á þrotum þar. Stórblaðið The Times birti heljarinnar viðtal við Oksanen á dögunum og fór þar vítt og breitt yfir feril hennar og velgegni bókarinnar.

Útgáfuréttur hennar hefur nú verið seldur um allar koppagrundir og mun bókin koma út á í að minnsta 30 tungumálum. Oksanen er væntanleg hingað til lands í nóvember til að taka við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir hina áhrifamiklu Hreinsun.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning