Hefjum leika!

Hungurleikarnir er fyrsta bókin í æsispennandi þríleik Suzanne Collins. Bókin, sem kom út árið 2008, hefur setið í um 160 vikur samfleytt á metsölulista New York Times og meira en 16 milljónir eintaka selst af bókunum þremur í Bandaríkjunum. Bækurnar hafa verið þýddar á ótal tungumál (nú síðast á íslensku!) og útgáfurétturinn seldur til 45 landa og landssvæða. Telja margir flokkinn arftaka Harry Potter og Twilight-seríunnar.

Það gat ekki farið hjá því að maskínurnar í Hollywood fengju augastað á bókaflokknum og senn líður að því að sú fyrsta verði tekin til sýninga. Framleiðendur myndarinnar hafa auglýst frumsýningardaginn 23. mars og stiklur úr henni benda til að hér sé sigurvegari á ferð. Leikstjórinn Gary Ross (Seabiscuit, Pleasantville) stýrir þar fríðum flokki úrvalsleikara, á meðal þeirra eru kanónur á borð við Donald Sutherland og Woody Harrelson, en með hlutverk krakkanna sem taka þátt í Hungurleikunum sem fulltrúar Tólfta umdæmis, fara Jennifer Lawrence, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna fyrir hluverk sitt í myndinni Winter’s Bone, og Josh Hutcherson (The Kids Are All Right).

Hér er hægt að horfa á stiklu úr myndinni Hunger Games.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning