Solvi Sveinsson

Fimm stjörnu táknskýringar

Í Fréttatímanum fyrir jól gaf Páll Baldvin Baldvinsson bókinni Táknin í málinu fimm stjörnu bókadóm. Páll Baldvin segir meðal annars verkið vera skrifað á „firnagóðu, skýru og einföldu máli. Tónninn er hressilegur og hugsunin hröð, merking gerð ljós í einföldum skýringum og höfundur leitar langt og skammt eftir dæmum og forsendum af mikilli þekkingu og yfirsýn.”

Í bókinni Táknin í málinu er gerð grein fyrir merkingu, sögu og birtingarmyndum mörg hundruð tákna og tilvísanir í bókmenntir og listasverk frá ýmsum tímum notaðar til að skýra gildi þeirra, sýna hvernig þau eru notuð og varpa nýju ljósi á ýmislegt sem við héldum að við gjörþekktum.

Táknin í málinu er kærkomin viðbót við röð rita sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman um íslenska tungu en áður hefur hann meðal annars skrifað bækurnar Íslenskir málshættir, Íslensk orðtök og Saga orðanna.



Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning