Einfalt og gott möndlumjölsbrauð

Í bók Davíðs Kristinssonar einkaþjálfara, 30 dagar: leið til betri lífsstíls, eru margar æðislegar uppskriftir. Ein þeirra er af gómsætu möndlumjölsbrauði sem er svo einfalt að það bakar sig næstum því sjálft.

Einfalt möndlumjölsbrauð

3 stór egg
2 bollar möndlumjöl frá Now
1 tsk sjávarsalt
1 tsk vínsteinslyftiduft

Hitið ofninn í 150 gráður. Þeytið eggin þar til komin er þykk froða. Blandið möndlumjölinu, saltinu og vínsteinslyftiduftinu saman í skál og hrærið rólega saman við eggin. Smyrjið brauðform  ( 25×12 cm) með kókosolíu og setjið deigið í það. Bakið við 150 gráður í 30-40 mínútur. Látið brauðið kólna alveg áður en það er skorið.

Njótið vel.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning