Bestu bókakápurnar

DV velur bestu kápurnar 2010

Álitsgjafar DV völdu bækur Braga Ólafssonar og Einars Kárasonar þegar tal þeirra barst að bestu bókakápum ársins. Um skáldsögu Braga, sem iðulega er kölluð Handritið – í styttri útgáfu titilsins, var meðal annars sagt: „Ótrúlega áreynslulaus kápa sem lætur mann þó strax langa til að kynnast innihaldinu betur.“ Um æviskáldsögu Einars, Mér er skemmt, kom fram að þar væri á ferðinni einföld og grípandi kápa, retro og skemmtileg. Í þriðja sæti listans var síðan ævisaga Guðna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen og í því fjórða innbundin útgáfa Missis eftir Guðberg Bergsson.

Fleiri bækur Forlagsins komust síðan á topp 10 listann, þar á meðal Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju, Heimanfylgja eftir Steinunni Jóhannesdóttur og Þóra biskups eftir Sigrúnu Pálsdóttur.



Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning