Segðu mér og segðu… hljóðbók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2009 | CD | 1.890 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.490 kr. |
Segðu mér og segðu… hljóðbók
1.490 kr. – 1.890 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2009 | CD | 1.890 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.490 kr. |
Um bókina
Í þessari fjölbreyttu og skemmtilegu ljóðabók fyrir börn á öllum aldri eru yrkisefnin af úmsum toga.
Fortíð og nútíð fléttast saman. Þjóðleg stef, romsur og óhefðbundin kvæði kallast á.
Hafmeyjar og landmeyjar
Í hafinu búa hafmeyjar
með hreistraðan sporð
synda þar og svamla
segir Lúða gamla
en skilja ekki orð
af öllu því sem landmeyjar
láta út úr sér
svona líka tregar
og tilgerðarlegar
á tveimur fótum
þrammandi
um þetta litla sker.
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 25 mínútur að lengd. Höfundur les.