Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Léttir
Útgefandi: VH
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 215 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 215 | 990 kr. |
Um bókina
Ef einhver hefur áhuga á meðaltölum frá Evrópu þá er mittismál meðalkonunnar þar víst rúmlega 86 sm. Mjaðmamál hennar er tæpir 100 sm og brjóstamálið tæplega 98 sm. Konur hafa líka verið að hækka á undanförnum áratugum og meðalhá kona í Evrópu er núna 167–168 sm. (Ég mældi mig áðan, þegar betri helmingurinn sá ekki til, og get fullyrt án þess að ljúga nokkru að ég er alveg dæmigerð Evrópukona – á hæð.)
Vorið 2007 horfðist Jónína Leósdóttir í augu við að hún var orðin allt of þung. Þetta þýddi ekki bara að hún passaði ekki lengur í fötin sín heldur hafði ástandið alvarlegri fylgikvilla: bágt heilsufar og andleg og líkamleg þyngsli. Hún einsetti sér að komast í kjörþyngd – ekki í fyrsta skipti; en að þessu sinni ákvað hún að skrásetja ferlið frá degi til dags.
Léttir geymir dagbók Jónínu í heilt ár. Þar segir hún frá aðferðunum sem hún beitir til að léttast, árangrinum sem hún nær og það sem meira er: afar fjölbreyttri umfjöllun um megrun og mataræði sem verður á vegi hennar þessa tólf aðhaldsmánuði.
Dagbókin er í senn hvetjandi, fróðleg og fyndin lesning fyrir alla sem einhvern tíma spá í línurnar.
4 umsagnir um Léttir
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Þeir sem glíma við bévítans aukakílóin eiga án efa eftir að hafa mikið gagn af þessari einlægu, skemmtilegu, fróðlegu og sérlega hvetjandi bók …“
Gurrí / Vikan
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Jónína er ekkert að skafa utan af hlutunum eða fegra sjálfa sig … Hér er ekki um neina predikun eða öfgafullar ráðleggingar að ræða, þetta er aðeins lífsreynslusaga konu sem vill komast niður í kjörþyngd.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Þögn er allra sjúkdóma- og vandamála versti óvinur og Jónínu tekst afskaplega vel að koma efninu til skila á léttan hátt þrátt fyrir að undir liggi alvarleiki um laskað heilsufar og lélega sjálfsímynd. Flott verk sem skrúfar á leikandi hátt fyrir þögnina um angist og þrautir þrekvaxins fólks.”
Bryndís Loftsdóttir / Eymundsson
Nanna Rögnvaldardóttir –
„Jónína Leósdóttir er hnyttinn og skemmtilegur penni. Ég bíð alltaf spennt eftir bókum hennar.”
Sirrý / Rás 2