Tár, bros og takkaskór
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 690 kr. | |||
Kilja | 2015 | 188 | 3.390 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 990 kr. |
Tár, bros og takkaskór
690 kr. – 3.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 690 kr. | |||
Kilja | 2015 | 188 | 3.390 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 990 kr. |
Um bókina
Vinsælasta íslenska unglingabók allra tíma!
Vinirnir Kiddi og Tryggvi eru sestir á skólabekk eftir fjörugt fótboltasumar. Í bekknum er nýr strákur, Skapti, sem verður vinur þeirra þrátt fyrir að hafa meiri áhuga á ballett og ljóðagerð en fótbolta. Þar er líka ný stelpa, Agnes, sem Kiddi fær strax augastað á. Haustið verður viðburðaríkt fyrir krakkana: grunnskólamótið í fótbolta og starf með ungalingalandsliðinu í knattspyrnu á hug strákanna allan, og í skíðaferð í Kerlingarfjöllum gerist dularfullur atburður sem á eftir að draga dilk á eftir sér.
Tár, bros og takkaskór kom fyrst út árið 1990 og sló strax rækilega í gegn hjá lesendum. Fyrir bókina hlaut Þorgrímur Þráinsson Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Mikael Kaaber les.