Mamma – skáldsaga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 165 | 390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2002 | 165 | 390 kr. |
Um bókina
Mamma vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út og kepptust ritdómarar við að hrósa bókinni. Höfundurinn, Vigdis Hjorth, er meðal fremstu núlifandi skáldkvenna í Noregi og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Mamma er einlæg og áleitin saga þar sem sambandi móður og dóttur er lýst á einstakan hátt – af næmi og innsæi.
Unglingsstúlkan Mari á móður sem er ólík mæðrum allra vina hennar. Móðirin er sterk og heilsteypt og þorir að fara sínar leiðir en um leið drykkfelld og ábyrgðarlaus. Lesandinn sér heiminn með augum Mari og skynjar tilfinningar hennar gagnvart móður sinni; aðdáun, skömm, vorkunn og ást. Samtímis fer ýmislegt að gerast í sambandi mæðgnanna sem umturnar lífi þeirra.
Áður hefur komið út á íslensku eftir sama höfund skáldsagan Franskur leikur.
Kápu hannaði Björg Vilhjálmsdóttir.
Solveig Brynja Grétarsdóttir þýddi.