Á hverju liggja ekki vorar göfugu kerlingar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 352 | 4.190 kr. |
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kerlingar
4.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 352 | 4.190 kr. |
Um bókina
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar – Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld er tuttugasta bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar.
Í bókinni er fjallað um sambúð íslenskra kvenna og bóka frá miðöldum og fram á 18. öld. Íslenskar konur áttu ekki kost á skólagöngu fyrr en seint á 19. öld. Þrátt fyrir það lærðu þær margar að lesa og skrifa. Þær áttu líka fjölbreytt úrval bóka sem þjónuðu ólíku hlutverki og voru sumar færar um að skrifa handrit.
Besta leiðin til að öðlast innsýn í hugarheim og sjálfsmynd kvenna á fyrri tíð er að skoða bækurnar sem þær áttu. Sumar voru menntandi, aðrar til skemmtunar, sumar jafnvel svolítið klúrar. Ákveðnar bækur voru notaðar við lestrarkennslu en í bækurnar sóttu konur einnig fyrirmyndir og hjálparmeðul í ótryggum heimi. Þær konur fyrri alda sem heimildir herma að hafi umgengist bækur og handrit tilheyrðu flestar mennta- og valdafólki.
Til að fá innsýn í bókmenningu og veröld alþýðukvenna er í fyrsta kafla bókarinnar kafað ofan í bók úr eigu einnar úr þeirra hópi á 18. öld. Bókin hennar geymir fjölþætt efni sem studdi hana við húsmóðurskyldurnar. Heimilið var á þessum tíma ekki einasta griðastaður, það var stærsti vinnustaður landsins og um leið helsti skemmtistaðurinn. Læknishjálp og lyf voru af skornum skammti, engir öryggishnappar við höndina, aðeins Guð, lukkan og sjálfsbjargarviðleitni.
Í bókinni er reynt að sýna hvernig alþýðukona lifði af í viðsjálum heimi þar sem ekki einasta þjófar voru á sveimi heldur líka hyski annars heims.