Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Núna
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 55 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 55 | 4.290 kr. |
Um bókina
…
Og garðurinn, reyndar
frá gamalli tíð
lýstur bragandi ljósum,
hikar, spyr sig
hve hratt sér leyfist úr þessu
að grænka og gróa.
Ljóðabækur Þorsteins frá Hamri eru á þriðja tug talsins, útgefnar á tæpum sex áratugum. Erindi þeirra er ætíð brýnt. Núna geymir meitluð og mögnuð ljóð, ádrepur, hugvekjur og myndir úr fórum höfuðskálds.
5 umsagnir um Núna
Árni Þór –
„Núna, þetta hverfula andartak sem svo erfitt er að fanga og halda í en geymir óendanlega fegurð. Þetta er ein af þeim bókum sem mun stoppa lengi á náttborðinu og verða lesin aftur og aftur.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Þetta er auðvitað frábærlega gert … vandlega og djúpt hugsað … Dásamleg bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Núna sannar enn og aftur að Þorsteinn er í fremstu röð skálda okkar, lífs og liðinna … Núna er hvalreki á fjörur aðdáenda Þorsteins frá Hamri. Þau sem ekki þekkja vel til verka hans hvet ég hins vegar til að gera sér dagamun og festa sér eintak því hér er á ferð skáldskapur eins og hann gerist bestur.“
Ólafur Jóhann Ólafsson / DV
Árni Þór –
„… enn ein rósin í hnappagat skáldsins.“
Þórdís Edda Jóhannesdóttir / Hugrás
Árni Þór –
„Núna er afskaplega vel kveðin bók. Mörg ljóðin opnast ekki í fangið á lesendum við fyrsta lestur. En þeim mun betur grípa þau hug og hjarta þegar rýnt er bak við orðin.“
Sölvi Sveinsson / Morgunblaðið