HÚH – Ísland á EM 2016

Útgefandi: Tindur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 155 1.690 kr.
spinner

HÚH – Ísland á EM 2016

Útgefandi : Tindur

1.690 kr.

HÚH - Ísland á EM 2016
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 155 1.690 kr.
spinner

Um bókina

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lék í fyrsta skipti í lokakeppni stórmóts þegar það tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þar upplifði það, og nánast öll íslenska þjóðin, mikið ævintýri þar sem Ísland sló í gegn með því að enda í öðru sæti í sínum riðli, sigra Englendinga í sextán liða úrslitum og falla svo að lokum úr keppni gegn gestgjöfunum, Frökkum, í átta liða úrslitum.

Víðir Sigurðsson er í hópi reyndustu íþróttafréttamanna landsins og hann var að störfum í Frakklandi á meðan íslenska liðið var með í keppninni. Víðir hélt til í sömu borg og landsliðið, Annecy, og fór þaðan í leikina fimm í St. Étienne, Marseille, París og Nice.

Þessa bók skrifaði hann jafnóðum, frá degi til dags, á meðan keppnin stóð yfir, og lýsir í henni gangi mála hjá íslenska liðinu frá óvenjulegu sjónarhorni.

Hann segir ítarlega frá leikjum íslenska liðsins, frá samskiptum við leikmenn og þjálfara á fréttamannafundum og æfingum, fyrir og eftir leiki, ferðalögum liðsins og íslensku fjölmiðlamannanna sem fylgdu því, borgunum þar sem leikirnir fóru fram, og rekur jafnframt gang mála í keppninni í heild sinni frá degi til dags.

Bókin er prýdd fjölda mynda en flestar þeirra tóku Hafliði Breiðfjörð frá Fótbolta.net og Skapti Hallgrímsson frá Morgunblaðinu, á leikjum, æfingum, ferðalögum, og af hinum litríku íslensku stuðningsmönnum sem slógu ekki síður í gegn í Frakklandi en liðið sjálft.

Glæsileg bók um glæsilegt landslið.

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning