Popol Vúh – kynjasögur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 165 | 2.685 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 165 | 2.685 kr. |
Um bókina
Popol Vúh (Bók fólksins) fjallar um eina af fornum sköpunarsögum veraldar, og er upphafssaga Maya-þjóðarinnar.
Bókin var skráð í lok sautjándu aldar eða byrjun þeirrar átjándu, en týndist svo um tveggja alda skeið og fannst ekki fyrr en á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Hugarflug höfunda ritsins fer með himinskautum, hver kynjasagan tekur við af annarri og af allt öðrum toga en sú sköpunarsaga sem við þekkjum best. Það tók til að mynda guði Kítse-kynstofnsins langan tíma að skapa manninn.
Skaparanum og Mótaranum voru mislagðar hendur og fjarri því að vera eins leiknir í að koma veröldinni á kjöl og Guð kristinna manna. Í þessari merkilegu bók eru frásagnirnar oft afar ljóðrænar og stundum bregður fyrir háði og barnslegri kæti. Ritið veitir innsýn í óþekkta heima frumbyggja Gvatemala og Maya sem okkur er vissulega hollt að kynnast.
Úr formálsorðum Vigdísar Finnbogadóttur
Guðbergur Bergsson þýddi