Hungurleikarnir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 375 | 2.375 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 375 | 2.375 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Um bókina
Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.
Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.
Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
4 umsagnir um Hungurleikarnir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Góð bók sem hvetur til gagnrýnnar hugsunar um valdskiptingu heimsins, eðli ofbeldis og hluttekningar … Bókin er kraftmikil, ánetjandi og hjartnæm … Foreldrar – þetta er bókin sem þið lesið í laumi áður en þið setjið hana í pakka unglingsins á heimilinu og sjáið ekki eftir.
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þetta er æsispennandi bók, hún er keyrð áfram af miklum hraða, hún er hugvitsamleg, hún er skemmtileg og ég get ekki beðið eftir að lesa bók númer tvö.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„[Bókin] hefur allt sem þarf til að krækja lesandann fastan: Söguheimurinn er forvitnilegur, atburðarásin spennandi og manni fer fljótt að þykja vænt um aðalpersónurnar … Þeir sem byrja á lestri Hungurleikanna mega búast við því að vera ekki rónni fyrr en þríleiknum er lokið.“
Una Sighvatsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… hugvitsamlega samið verk, sannfærandi í skemmtun og afþreyingu … Sagan á erindi bæði til krakka undir fermingu og þeirra sem eldri eru, hún er jafnvel fín spennusaga fyrir fullorðna lesendur … Hér er saga sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera beitt vopn í baráttu fyrir læsi unglinga á öllum aldri.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn