Djúpríkið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2004 | 735 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2004 | 735 kr. |
Um bókina
Hér kveður Bubbi Morthens sér hljóðs á nýju sviði og skapar ásamt Robert Jackson og Halldóri Baldurssyni heillandi ævintýr um ferðalag laxanna Ugga og Unu með ættingjum sínum frá Norður-Íshafinu og í heimahylinn á Íslandi.
Dimma nótt í vetrarlok kallar Stórlax á ættingja sína. Það er kominn tími til að leggja upp í ferðina miklu. Hún hefst djúpt í ísi lögðu Norður-Íshafinu og er heitið alla leið upp í heimahylinn - í ánni þar sem allir Hofsárlaxar voru eitt sinn lítil seiði. Uggi og Una eru að fara í ferðina miklu í fyrsta sinn. Þau hlakka til en kvíða líka fyrir. Þau hafa heyrt um allar hætturnar sem bíða þeirra á leiðinni og vita að margir úr hópnum munu ekki komast á leiðarenda.
Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður landsins sýnir á sér nýja hlið með ritun barnabókarinnar Djúpríkið. Ekki er um algjöra frumraun að ræða, en Bubbi hefur áður skrifað barnabókina Rúmið hans Árna. Robert er meðritstjóri, hann hefur áður sent frá sér spennusöguna 69° North. Bubbi og Robert eru báðir ástríðufullir laxveiðimenn.
Halldór Baldursson hefur myndskreytt fjölda barnabóka, m.a. Sögurnar um Evu Klöru, Allir með strætó og Fíasól í fínum málum.
Djúpríkið er saga af miklum ævintýrum, baráttuþreki og samstöðu, nagandi ótta og dillandi kátínu. Sagt er frá af þekkingu en ekki síður aðdáun á laxinum og dugnaði hans. Bubbi Morthens og Robert Jackson skapa ógleymanlegar persónur úr íbúum Djúpríkisins sem birtast lesendum ljóslifandi í sérlega fallegum myndum Halldórs Baldurssonar.