Ljóðasafn Hannesar Péturssonar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2005 | 3.415 kr. |
Ljóðasafn Hannesar Péturssonar
3.415 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2005 | 3.415 kr. |
Um bókina
Hannes Pétursson er löngu viðurkenndur sem eitt helsta skáld 20. aldar. Allt frá því hann sendi frá sér Kvæðabók árið 1955, aðeins 23 ára að aldri, hefur þjóðin tekið skáldskap hans fagnandi. Fá skáld yrkja af jafn miklum hagleik og öryggi, bæði undir hefðbundnum háttum sem og í frjálsara formi, og bragleikni Hannesar helst í hendur við einstaka myndvísi. Hannes yrkir um mannlegar tilfinningar í öllum sínum fjölbreytileika, en ekki síst eru það yrkisefni tengd náttúru og sögu Íslands sem hafa gert hann ástsælan með þjóðinni.
Í þessu ljóðasafni sem út kom 1998 og var endurútgefið 2005 er að finna öll ljóð Hannesar fram að þeim tíma. Auk Kvæðabókar eru það bækurnar Í sumardölum, Stund og staðir, Innlönd, Rímblöð, Óður um Ísland, Heimkynni við sjó, 36 ljóð og Eldhylur, en fyrir þá síðastnefndu hlaut Hannes Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1993.
Njörður P. Njarðvík ritar inngang um ljóð Hannesar.