Ú á fasismann
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 990 kr. |
Um bókina
Ú á fasismann – og fleiri ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl er einstök myndljóðabók. Hér gefur að líta safn myndljóða þar sem stjórnmál eru beruð fyrir börnum, framtíð bókmennta kortlögð á einfaldan en átakalegan hátt, hér eru myndrænar framburðaæfingar, ljóðræn mótmæli, hvatningaorð til alþýðu svo hvín í svitaholunum, perlur úr ljóðaperlum Jónasar og það sem hetjur Íslendingasagna gætu vel hafa sagt. Byltingin er vissulega ekkert teboð en við skulum samt úa saman á fasismann.
Með myndljóðunum fylgja hljóðaljóð á diski sem tekin voru upp í stúdíói Mugisons fyrir vestan – þar sem illt eðli fasismans er tvíundirstrikað og tíundað án afsláttar. Hlustaðu á hann líka ef þú þorir og sannaðu til: Þetta er magnaðri seiður en nokkur partýmúsík sem þú hefur áður prófað.
„Kröftugur seiður að vestan.“
Sigurður Hróarsson / Fréttablaðið
[domar]
„Nýjasta ljóðabók Eiríks Arnar, Ú á fasismann, er að sínu leyti framhald af ýmsu því sem sést hefur í fyrri bókum höfundar, en hér má segja að dirfskan sé færð upp um fjóra táknfræðilega gíra. [...]Að öllu samanlögðu er bókin Ú á fasismann því fjölþætt upplifun og órækur vitnisburður um að Eiríkur Örn Norðdahl er fullfær um að reisa kvæði úr rústum og rusli tímans.“
Hjalti Snær Ægisson / Víðsjá
„Eiríkur Örn Norðdahl er fegursta, viðundurlegasta blómstrið í aldingarði íslenskrar ljóðlistar. Hann er skáld ætingar og upplausnar, fyrirlitlegur geldingur, afkvæmi ristavélar og handbókar um smíði klasasprengja. Og hann er fyrsta og besta 21. aldar ljóðskáld Íslendinga.“
Steinar Bragi rithöfundur
[/domar]