Hvert orð er atvik
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.715 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 2.715 kr. |
Um bókina
Hvert orð er atvik eftir þjóðskáldið Þorstein frá Hamri er átjánda ljóðabók hans með frumbirtum ljóðum. Þorsteinn yrkir ljóð sem hitta fólk í hjartastað, stundum grimm og áreitin, í annan tíma ljúfsár og blíð. Hvert orð er atvik er bók sem vísar í senn til sögu og fortíðar og inn í samtíðina þar sem þessi heiti, hreini skáldskapur á brýnt erindi og krefst íhugunar og afstöðu.
Þorsteinn frá Hamri hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli (1958), aðeins tvítugur að aldri, hefur hann mótað og fágað ljóðstíl sinn, og oft er talið að honum hafi tekist sérlega vel að bræða saman hina gömlu ljóðahefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóðmál módernismans.
6 umsagnir um Hvert orð er atvik
Bjarni Guðmarsson –
„Tær lýrísk snilld … Ljóðabókin sem við eigum að lesa núna … Fantagóð ljóðabók.“
Gerður Kristný/Mannamál, Stöð 2
Bjarni Guðmarsson –
„Þorsteinn frá Hamri sendir frá sér sína bestu ljóðabók í mörg ár … Það er gríðarlegur slagkraftur í þessari bók.“
Þröstur Helgason/Morgunblaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Ætli þetta sé ekki besta bók ársins … ég treysti mér ekki til að segja nokkurn skapaðan hlut um bókina, þeir sem vilja tala við Þorstein þeir lesa bara bókina hann segir þar þúsund hluti.“
Páll Baldvin Baldvinsson/Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Svo gott sem ómögulegt er að finna að listaverki manns sem hefur svo mögnuð tök á list sinni að manni verður orða vant … Þorsteinn frá Hamri er einfaldlega í allra, allra fremstu röð íslenskra ljóðskálda, lífs og liðinna, og verður þar á meðan íslensk þjóð er til. Hvert orð er atvik er enn ein sönnun þess.“
Kristján H. Guðmundsson/DV
Bjarni Guðmarsson –
„Þessi ljóðabók er mikill dýrgripur, skáldskapur eins og hann gerist bestur í heiminum … Í þessari bók má hvergi draga út málsgrein án þess að slíta hana úr brýnu samhengi, hér kallast allt á yfir síður og kjöl. Tunga þessarar bókar einkennist af aga og þroska sem ég á engin orð yfir, engin nema Þorsteins frá Hamri … Mér finnst þessi bók mikill viðburður.“
Sigurður Hróarsson/Fréttablaðið
Bjarni Guðmarsson –
„Hvert orð er atvik er mögnuð ljóðabók sem hlýtur að teljast með bestu ljóðabókum höfundar.“
Geir Svansson/Morgunblaðið