Börn eru klár PEP
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 176 | 4.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 176 | 4.490 kr. |
Um bókina
Sérprent / Prentað eftir pöntun
Barnið
– nagar neglurnar
– nær ekki á klósettið í tæka tíð
– fær martraðir
– getur ekki setið kyrrt
– er uppstökkt og árásargjarnt í skólanum
– glímir við þunglyndi
– getur ekki einbeitt sér
– getur ekki verið eitt
Flestir eiga á uppvaxtarárum sínum við einhverja erfiðleika að etja, svo sem hræðslu, slæman ávana eða einbeitingarskort. Yfirleitt er um skammvinnan vanda að ræða en stundum er hann þó svo langvinnur að leita þarf hjálpar fyrir hönd barnsins. Ég get-aðferðin er margreynd og viðurkennd leið til að hjálpa börnum að tileinka sér nýja færni og leysa þannig úr erfiðleikum sínum á jákvæðan og árangursríkan hátt.
Í Börn eru klár! lýsir höfundurinn, finnski geðlæknirinn Ben Furman, nýstárlegri aðferð sem byggð er á 15 markvissum skrefum. Gunnhugmynd Ég get-aðferðarinnar er sú að barnið eigi ekki við vandamál að stríða heldur eigi einfaldlega eftir að tileinka sér ákveðna færni. Í bókinni eru tekin fjölmörg dæmi og fjallað um hvernig Ég get-aðferðin nýtist til að leysa vandann. Höfundur kemur með margvíslegar hugmyndir um hvernig bregðast megi við ólíkum aðstæðum með þeim hætti að barnið fái áhuga á að leysa verkefnið og eftirleikurinn verði skemmtilegur.
Börn eru klár! er leiðbeiningabók um það hvernig börn geta sigrast á ýmsum erfiðleikum með því að tileinka sér ákveðna færni. Þetta er eins konar handbók fyrir uppalendur, foreldra, starfsfólk leikskóla og kennara. Bókin er skrifuð á jákvæðan og skemmtilegan hátt enda er hún mikið notuð af fagfólki víða um heim. Bókin er sett upp á einfaldan og skýran hátt og er auðveld aflestrar. Komið hefur í ljós að Ég get-aðferðin reynist þeim vel sem starfa með börnum sem eiga við sértæka erfiðleika að stríða, svo sem ofvirkni, enda er bókin þróuð í samstarfi við sérkennara.
Bókin hentar öllum sem sinna börnum, jafnt foreldrum sem fagmönnum.