Halldór Laxness – ævisaga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 5.100 kr. | |||
Rafbók | 2012 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 2.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 5.100 kr. | |||
Rafbók | 2012 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 2.490 kr. |
Um bókina
Halldór Laxness var síðasta þjóðskáld Evrópu. Hann var ekki þjóðskáld af því að öll íslenska þjóðin elskaði hann eða fyndist jafn mikið til um allt sem hann sendi frá sér. Því fór fjarri. Hann var þjóðskáld af því næstum öll þjóðin lét sig varða hvað hann skrifaði.
Verkum hans var oft fagnað og margir reiddust þeim – en engum var sama. Hann speglaði í lífi sínu og bókum þá öld sem hann lifði og lifði sig inn í, öld öfganna. Þannig var hann sjálfur: Oft einstaklega alúðlegur og háttvís í framkomu en um leið ótrúlega djarfur og hvassyrtur penni. Þeir voru ólíkir í honum, skáldið og maðurinn, því hann var maður andstæðna, Íslendingur og heimsborgari, fagurkeri og baráttumaður. Hann var stór í hugsjónum sínum og verkum – og mistökum. Metnaður hans var mikill og stundum tillitslaus. En skáldverk sín samdi hann af innri þörf og ekki til að þóknast neinum.
Halldór Guðmundsson hefur talað við fjölda manns, leitað í bókum, skjala- og bréfasöfnum, hér á landi og erlendis, að heimildum og vitnisburði um viðburðaríkt og þverstæðukennt líf Halldórs Laxness. Myndin sem hann dregur upp af viðfangsefni sínu er fræðandi og skemmtileg en umfram allt ögrandi og óvænt.
Íslensk þjóð lét sig frá upphafi varða gerðir og skrif síns mesta rithöfundar. Í þessari bók fær hún loksins að kynnast manninum sjálfum.
Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina árið 2004.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 19 mínútur að lengd. Höfundur les.
7 umsagnir um Halldór Laxness – ævisaga
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Satt að segja man ég ekki eftir að hafa lesið aðra ævisögu íslenska sem er betur samin en þessi. Hér er komið viðmið sem höfundar sem á eftir koma munu ekki geta vikið sér undan.“
Guðmundur Magnússon / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bráðskemmtileg og afar læsileg bók … hröð og spennandi.“
Þröstur Helgason / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Framúrskarandi og mikilfengleg ævisaga um þekktasta rithöfund Íslendinga … Einmitt vegna hinna fjölmörgu smáatriða tekst Halldóri Guðmundssyni að draga upp afar minnisstæða mynd af því að hve miklu leyti Laxness var í senn sonur eyjunnar sinnar og í andófi við hana“.
Jakob Levinsen / Jyllandsposten
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Sterk og eftirminnileg mynd af manni sem bjó yfir gríðarlegum metnaði og var reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að sjá rithöfundadrauma sína rætast.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… einhver allra besta íslenska ævisagan sem skrifuð hefur verið. Gríðarlega vel heppnuð bók, fróðleg, skemmtileg og afar læsileg. Bréf til og frá Halldóri sem [höfundur] hafði aðgang að veita honum einstæða mynd af skáldinu? Halldór skrifar af djúpri virðingu fyrir nafna sínum en hlífir honum hvergi þegar svo ber undir. Því þetta er að líkindum einhver allra besta íslenska ævisagan sem skrifuð hefur verið. Bók sem er þeim Halldóri og Halldóri báðum til mikils sóma.“
Illugi Jökulsson / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Frábærlega vel heppnuð bók…viðburður…skemmtileg.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Kastljós
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Halldór Guðmundsson er vel skrifandi. Rithátturinn er svalur og raunsær, staðgóður og vel studdur heimildum … Og heillandi, því hér sést hve samsettur og flókinn Laxness er.“
Per Krogh Hansen / Berlingske Tidende