Skugga-Baldur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 123 | 920 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2005 | 123 | 920 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Laugardaginn 17. apríl 1868 strandar afar mikið seglskip út af Reykjanesi. Inni á milli lýsistunna á öðru þilfari finnst ámátleg vera; stúlka á unglingsaldri. Hún heitir Abba og reynist vera vangefin. Grasafræðingurinn Friðrik B. Friðjónsson á Brekku tekur stúlkuna að sér og búa þau saman á föðurleifð hans þar til hún deyr. Hefjast þá átök Friðriks og séra Baldurs Skuggasonar, sem er prestur Dalbúa og ekki allur þar sem hann er séður.
Skáldsagan Skugga-Baldur var einróma lofuð af íslenskum gagnrýnendum þegar hún kom út árið 2003. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 og hefur síðan verið þýdd á hátt í þrjátíu tungumál og tilnefnd til fleiri alþjóðlegra bókmenntaverðlauna.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Höfundur les.
1 umsögn um Skugga-Baldur
Bjarni Guðmarsson –
„Hnitmiðuð og hlaðin spennu, orðfærið tært og vandað, frásagnarstíllinn ljóðrænn og fullur af ísmeygilegri kímni og lýsing persóna og atvika ljóslifandi og jafnt gædd áþreifanleika sem almennri skírskotun. Þetta er því bók sem hefur klassísk einkenni í fleiri en einum skilningi og til þess fallin að veita varanlega ánægju hvernig sem á hana er litið …“
Kristján Árnason / Tímarit Máls og menningar