Sigfús Daðason – Ljóð 1947-199
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 2.325 kr. |
Sigfús Daðason – Ljóð 1947-199
2.325 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 2.325 kr. |
Um bókina
Sigfús Daðason (1928-1996) var eitt af höfuðskáldum Íslendinga á síðari hluta tuttugustu aldar. Hann hóf að yrkja á tímum mikillar gerjunar í bókmenntum og listum á Íslandi og kynntist ungur erlendum nútímaskáldskap. Þau kynni ásamt langri dvöl við bókmenntanám í Frakklandi höfðu mótandi áhrif á skáldskap hans sem þó er jafnan gæddur mjög persónulegum og upprunalegum tóni. Sigfús var ekki afkastamikið skáld en þegar öll ljóð hans eru saman komin í einu safni verður ljósara en ella hvað fjölbreytni þeirra er mikil. Það gildir bæði um efnisval og efnistök Sigfúsar, á þeim sviðum báðum færði hann út mörk íslenskrar ljóðlistar.
Bókin Ljóð 1947–1996 er heildarsafn ljóða Sigfúsar Daðasonar (1928–1996) og kemur út þegar áttatíu ár eru liðin frá fæðingu hans. Hún hefur að geyma ljóðabækurnar Ljóð 1947–1951 (1951), Hendur og orð (1959), Fá ein ljóð (1977), Útlínur bakvið minnið (1987), Provence í endursýn (1992), Og hugleiða steina (1997). Flestar hafa þær verið ófáanlegar um langa hríð. Þær eru birtar hér með þeim breytingum á einstökum ljóðum sem sem skáldið hafði mælt fyrir um.
Þorsteinn Þorsteinsson bjó bókina til útgáfu og skrifaði inngangsorð. Bókinni fylgir geisladiskur með upplestri skáldsins á eigin ljóðum, Hljóðritanir 1985-1995.