Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Lendar elskhugans
Útgefandi: JPV
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1991 | 124 | 790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1991 | 124 | 790 kr. |
Um bókina
Hér
var
einu sinni
blámálað timburhús
með hvítum gluggakörmum
og dyrnar í suður
móti sólinni
græn flöt
svart grindverk
og túlípanar
meðfram stéttinni
Hér bjuggum við
Hér dansaði systir mín
berfætt í vindinum
beið elskhugans
sem fór
fætur hennar voru trylltir
Ég sat á tröppunum
og horfði á hana
fægði mynd
af horfinni vinkonu
sem ort hafði ljóð
um blóm á pilsum kvenna
Ég elskaði ljóð
sem ég hafði aldrei heyrt.
Lendar elskhugans er áhrifamikil ljóðabók eftir Vigdísi Grímsdóttur. Bókin kom upphaflega út hjá Iðunni árið 1991.