Fuglar og fólk á Ítalíu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 226 | 1.290 kr. |
Fuglar og fólk á Ítalíu
1.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 226 | 1.290 kr. |
Um bókina
Í þessari bók tekur lesandinn sér ferð á hendur um landið hlýja, Ítalíu, þar sem saga aldanna liggur við hvert fótmál. Taormina, Tropea, Matera, Rómaborg, Montepulciano, Montalcino, Cortona, Chianti, Borgo di Buggiano, Viareggio; allt eru þetta viðkomustaðir í ferðinni, en einnig vínekrur og baðstrendur í Toscana-héraði.
Í „borginni eilífu“ er lesandinn leiddur inn í mikilfenglegar kirkjur og kapellur, höfuðstöðvar hins rómversk-katólska heims, þar sem klerkar og kardinálar, munkar og nunnur, englar og dýrlingar, gyðjur og barbarar, ferðamenn og fuglareru í aðalhlutverkum.
Þess á milli sest hann á nokkur elstu kaffihús heims þar sem páfinn „býr í næsta húsi“ og blómasalar stunda nótulaus viðskipti við elskendur frá öllum heimshornum.
Fuglar og fólk á Ítalíu lætur engan fagurkera ósnortinn. Hún er veisla í farangri þeirra sem sækja Ítalíu heim – og kærkomin leiðsögubók um eitt söguríkasta og merkasta land heims.