Valskan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 419 | 7.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 419 | 7.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Um bókina
Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma. Helst af öllu langar hana að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, spássera um steinlögð stræti, sjá hallir og gullturna og hefðarfólk með hárkollur aka um í glæsivögnum. Að öðrum kosti vill hún verða auðug húsfrú á höfuðbóli og hafa margar vinnukonur. En náttúran grípur harkalega í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa, eldgosum og harðindum en líka sú sem býr innra með Völku, kveikir ástríðu og losta og tekur stundum á sig mynd slóttugrar skepnu; völskunnar. Sumir draumar Völku eiga eftir að rætast, aðrir verða að engu en þegar upp er staðið leynist gæfan þó kannski þar sem hana grunaði síst.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 37 mínútur að lengd. Hildigunnur Þráinsdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
4 umsagnir um Valskan
embla –
„Nanna hefur skrifað magnaða bók. … Valskan er líka einstök aldarfarslýsing. Hér eru leikmynd, búningar, hljóð, bragð og lykt einkar vel sviðsett.“
Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna
embla –
„Þetta er gert af mikilli fimi sem maður ætlast ekki endilega til af höfundi að skrifa sína fyrstu bók.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Það sem er skemmtilegt við hana er persónusköpunin. Bæði Valgerður og þessir mis-mislukkuðu ástmenn. Þetta er allt fólk með kosti og galla.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„Nanna hefur nostrað við Völkuna sína, sögusviðið og söguþráðinn svo úr verður vel heppnuð söguleg skáldsaga sem aðdáendur þeirrar bókmenntagreinar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið