Leyndardómar Draumaríkisins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 227 | 5.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 227 | 5.390 kr. |
Um bókina
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2023!
Nóttina eftir að hinn ellefu ára Davíð varð fyrir höfuðhöggi á körfuboltamóti er hann skyndilega staddur í Draumaríkinu, töfrandi stað þar sem draumar eru búnir til. Þar hittir hann hina orkumiklu Sunnu sem kynnir hann fyrir nýjum og spennandi heimi. En vandi steðjar að Draumaríkinu – martraðaskrímsli eru byrjuð að skemma drauma og fanga Draumlendinga!
Tekst Davíð og Sunnu að stöðva martraðaskrímslin og forða mannkyninu frá því að dreyma einungis martraðir að eilífu?
Kamilla Kjerúlf er fædd árið 1995 og er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Leyndardómar Draumaríkisins er fyrsta bók hennar.
Í umsögn dómnefndar um verðlaunin segir:
„Í Leyndardómum draumaríkisins tekst höfundi að smíða vel úthugsaðan ævintýraheim sem söguhetjan flakkar um með flæðandi hætti. Persónur eru vel framsettar og trúverðugar og ritstíllinn góður. Aðalpersónan Davíð stendur frammi fyrir vandamáli í raunheimum sem ævintýralegar heimsóknir hans í draumalandið hjálpa honum að takast á við. Sögupersónan vex fyrir vikið og sýnir ungum lesendum að oft má yfirstíga vandamál sem virðast óleysanleg.
Jafnframt hefur höfundur gætt þess að einskorða söguna ekki við eitt kyn og eru samskipti Davíðs við aðrar persónur bæði eðlileg og uppbyggileg. En það sem er þó fyrir mestu er sú skoðun dómnefndar að sagan er skemmtileg og spennandi og munu ungir lesendur án efa taka henni fagnandi, eins og bókum Guðrúnar Helgadóttur meðan að hennar naut við.”
Umsagnir
Engar umsagnir komnar