Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ég þori! Ég get! Ég vil!
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 4.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 4.790 kr. |
Um bókina
Vera og mamma hennar eru á leið í göngu en ekki hvaða göngu sem er því að það er kvennafrí. Mamma segir Veru frá 24. október 1975, deginum þegar íslenskar konur tóku sér frí, gengu út af heimilum sínum, skólum og vinnustöðum og kröfðust jafnréttis og breytinga.
Þær sungu hástöfum: Já, ég þori, get og vil! Þær þorðu, gátu og vildu og hvöttu um leið stúlkur og konur til að standa saman og gera breytingar, ekki bara í heimalandi sínu, heldur um allan heim.
Linda Ólafsdóttir er margverðlaunuð fyrir bækur sínar og hefur getið sér gott orð fyrir verk sín innan og utan landsteinanna. Þessa bók gaf hún fyrst út í Bandaríkjunum en þýddi fyrir íslenska lesendur.
1 umsögn um Ég þori! Ég get! Ég vil!
embla –
„Vandað hefur verið til verka við að segja söguna á aðgengilegan hátt, myndirnar eru framúrskarandi og er bókin mjög falleg, jafnframt eru stuttar setningar á hverri síðu svo auðvelt er að halda athygli yngri lesenda.“
Sæunn Gísladóttir / Lestrarklefinn