Sálarhlekkir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 198 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 198 | 3.690 kr. |
Um bókina
Komið er að tímamótum í lífi Halldóru Hallbjargar Orradóttur þegar farið er að líða á ævikvöldið. Hún þarf að segja skilið við lífið sem hún þekkir og flytjast á hjúkrunarheimili með lítið annað með sér en dularfullt umslag. Nýr kafli hefst í lífi hennar en um leið rígheldur fortíðin í hana. Myrk leyndarmál, sem hlekkjað hafa sál hennar alla tíð frá því hún var send í sveit sem ung stúlka, krefjast þess að líta dagsljósið áður en yfir lýkur.
Sálarhlekkir er einstaklega fögur og átakanleg skáldsaga sem fléttar fortíðinni saman við það sem virðist vera síðasti kaflinn í bók lífsins. Þetta er saga um sársauka, söknuð og sektarkennd en líka saga um ástina, uppgjör og endurlausn.
Bók sem hefur slegið í gegn á Storytel og kemur nú í fyrsta sinn út á prenti.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar