Arfur og umhverfi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 344 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 344 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 2.990 kr. |
Um bókina
Það er Bergljót, elsta dóttirin í fjölskyldunni, sem tjáir sig í bréfi til systra sinna. Aldraðir foreldrar þeirra hafa ákveðið að yngri systurnar fái báða sumarbústaði fjölskyldunnar í fyrirframgreiddan arf en Bergljót og bróðir hennar fái peninga í staðinn, miklu lægri upphæð en nemur verðgildi bústaðanna. Erfðadeilurnar ýfa upp gömul sár og hrinda af stað átakamiklu fjölskylduuppgjöri. Það er ekki að ástæðulausu sem Bergljót hefur ekki haft samband við foreldra sína og systkini í 23 ár.
Vigdis Hjorth er einn fremsti samtímahöfundur Noregs og Arfur og umhverfi, sem kom út árið 2016, er hennar þekktasta verk. Bókin hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, var meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bandarísku National Book Award-verðlaunanna.
Ísak Harðarson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 54 mínútur að lengd. Elín Gunnarsdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr hljóðbókinni:
3 umsagnir um Arfur og umhverfi
embla –
„Hjorth hefur sett saman áhrifamikla og grípandi frásögn og nær að miðla sögunni á yfirvegaðan hátt en leyfir þó tilfinningahitanum að blasa við.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Þetta er svakalega mögnuð bók.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„Algjörlega sogar mig inn í þetta … vil helst ekki kveðja.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan