Íslenskar úrvalsstökur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 127 | 2.590 kr. |
Íslenskar úrvalsstökur
2.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 127 | 2.590 kr. |
Um bókina
Staka er vísa undir rímnahætti sem stendur stök. Hún getur fjallað um hvaðeina. Hún getur miðlað lífsspeki eða verið bull; sýnt okkur niðurstöðu heillar mannsævi eða verið smávægileg athugasemd; verið klám eða níð eða djúpseilin mannlýsing. Og hún getur verið allt þar á milli.
Um aldir hefur stakan verið helsta bókmenntaform Íslendinga, svo yfirlætislaus og samgróin daglegu lífi að þeir hafa varla tekið eftir því sjálfir. Aðferð hennar við að meitla hugsun sína í nokkrar línur undir ströngu formi þar sem reynir á orðsnilld og hugkvæmni þróaðist hér í fásinninu svo að jafnvel má tala um þjóðaríþrótt. Óhætt er að kalla stökuna séríslenskt ljóðform – rétt eins og við tölum til dæmis um japanska hæku og limrur frá Limerick. Kannski er stakan helsta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna og heimsbyggðin mun aldrei frétta af því vegna þess hversu bundið formið er málinu. Það er skemmtileg tilhugsun.
Guðmundur Andri Thorsson valdi.
Brekkur anga, allt er hljótt,
aðrir ganga að dýnu.
Sárt mig langar sumarnótt
að sofna í fangi þínu.
Erla (1891-1972)
Víða til þess vott ég fann,
þó venjist oftar hinu,
að guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.
Bólu-Hjálmar (1796-1875)
Sá sem aldrei elskar vín,
óð né fagran svanna,
hann er alla ævi sín
andstyggð góðra manna.
Jón Thoroddsen (1818-1868)
Móðurjörð, hvar maður fæðist,
mun hún eigi flestum kær,
þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær?
Sigurður Breiðfjörð (1798-1846)