Ferð til Indlands er frægasta verk enska skáldsagnahöfundarins E.M. Forsters. Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur, Adela Quested og frú Moore, mæta tortryggni meðal breskra íbúa borgarinnar Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast innfæddum og öðlast skilning á lífsháttum þeirra og aðstæðum. Þær komast í kunningsskap við vingjarnlega, indverskan lækni sem skipuleggur leiðangur að hinum fornu, manngerðu hellum í Marabar, skammt fyrir utan borgina. En eitthvað fer úrskeiðis í ferðinni og Adela sakar manninn að hafa ráðist á sig. Viðleitni hennar til að blanda geði við hina innfæddu þróast út í árekstur milli þeirra og Englendinganna og afhjúpar um leið margháttaðan klofning innan indversks samfélags.
E.M. Forster (1879–1970) er einn af virtustu rithöfundum Englendinga á tuttugustu öld. Meðal helstu verka hans, auk Ferðar til Indlands (1924), má nefna A Room with a View (1908), Howards End (1910) og Maurice (1971). Eftir öllum þessum bókum hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar