Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Vegabréf: Íslenskt
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 425 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 425 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Í Vegabréf: Íslenskt ferðast Sigríður Víðis Jónsdóttir með lesendum um heiminn, heimsækir til að mynda brunadeild á sjúkrahúsi í Afganistan, dvelur í völundarhúsi í Sýrlandi, hittir börn í gullnámu í Búrkína Fasó og kynnist flóttafólki í Suður-Súdan. Í Eþíópíu búa geimverur á Hilton-hótelinu og í Mjanmar hvíslar fólk um stjórnvöld.
Í gegnum frásagnir af fólki á hverjum stað miðlar Sigríður heimssögunni af einstakri næmni og virðingu og minnir okkur á að þrátt fyrir að höf og eyðimerkur skilji okkur að búum við öll undir sama himni, sömu sól.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
8 umsagnir um Vegabréf: Íslenskt
embla –
„Sigríður Víðis Jónsdóttir býður lesandanum að slást í för með sér vítt og breitt um heiminn. Vegabréf: Íslenskt. Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó er einlæg og nærgætin frásögn frá ferðalögum hennar til svæða sem bera djúp ör einræðisstjórna og hernaðarátaka. Sögumaður leggur sig fram við að kynna og kanna hugarheim heimafólks og þannig fær lesandinn að kynnast heimssögunni fjarri söguskoðun innlendra valdhafa og vestrænna fréttamiðla.“
Umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna
embla –
„Sögurnar eru listilegur vefnaður persónusögu, hversdagslegra viðburða, blaðamennsku, sagnfræði og sagna af fólkinu sem hún hittir … og úr verður leiftrandi fróðleg, skemmtileg og hugvekjandi bók sem á alltaf brýnt erindi – en kannski aldrei sem nú, þegar við erum að vísa saklausu fólki úr landi í skjóli nætur.“
Ásgeir H. Ingólfsson / Stundin
embla –
„Ég las bókina af miklum áhuga og það var einstaklega gefandi að fara í ferðalag með Siggu til þessara stríðshrjáðu landa. Bókin fjallar um þau hörmulegu mannréttindabrot sem þar eiga sér stað en leiðir okkur líka fyrir sjónir að sálunum svipar alls staðar saman og manneskjurnar hafa einstakan hæfileika til að aðlagast jafnvel erfiðustu aðstæðum.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra (og forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE)
embla –
„Það er alltaf ánægjulegt að lesa bækur sem eru jafn vel skrifaðar og Vegabréf: Íslenskt. Sigríður hefur afburðargóð tök á íslensku máli og er einstaklega lagið að draga upp skýrar myndir.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
embla –
“Hver kafli er eins og stutt innlit í landið sem hún dvaldi í á þeim tíma, með litríkum frásögnum af fólkinu sem hún kynntist þar. Sigríður segir í stuttu máli frá sögu landsins til að setja aðstæður í samhengi, en mér þótti sérstaklega gaman að hún hafi svo sagt í lok hvers kafla frá stöðunni í landinu við útgáfu bókarinnar og hvað hafi orðið af viðmælendum hennar og þeim sem hún kynntist á ferðalaginu.”
Sæunn Gísladóttir / Lestrarklefinn
embla –
„… hrífandi lestur, sögurnar eru sorglegar, hjartnæmar, fyndnar, hlýjar, hjartaskerandi, stundum upplífgandi og sýna yfirgripsmikla þekkingu og skilning á fólki í hræðilegum aðstæðum.“
Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV
embla –
„Frásagnir Sigríðar eru einstakar og ákaflega holl lesning og eru sem vegvísir til að skilja helstu mannúðarmál 21. aldar.“
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets
embla –
„Vegabréf: Íslenskt sýnir okkur að mennskan þekkir engin landamæri.“
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði