Sönn sakamál 5: Pyntingamamman
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 182 | 2.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 182 | 2.890 kr. |
Um bókina
Í júlí 1965 var unglingnum Sylvíu Likens komið fyrir í fóstri hjá Gertrude Baniszewski í borginni Indianaapolis í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Gertrude var einstæð móðir sjö barna og vann meðal annars fyrir sér með því að taka börn í fóstur. Á heimilinu réðu börnin sér mikið sjálf og myndaðist þar eins konar stigveldi félagslegs darwinisma þar sem hinir sterku drottnuðu yfir hinum veikbyggðu.
Í október 1965 fannst illa útleikið lík Sylvíu í kjallaranum. Hún hafði verið svelt og barin sundur og saman. Á líkinu voru skelfileg brunasár og orðin „Ég er hóra og stolt af því“ höfðu verið rist á kvið hennar.Kom í ljós að Gertrude hafði stjórnað pyntingunum og að lokum morðinu á Sylvíu en börnin höfðu að mestu séð um misþyrmingarnar.
Mál þetta vakti mikinn óhug um gervöll Bandaríkin. Yfirvöld í Indiana sögðu að pyntingarnar sem Sylvía hefði mátt þola væru versti glæpur sem framinn hefði verið gagnvart einstaklingi í sögu ríkisins.
Pyntingamamman er átakanleg lýsing á einu viðurstyggilegasta sakamáli í sögu Bandaríkjanna. Eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.