Salt og hunang
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 400 | 6.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 400 | 6.290 kr. |
Um bókina
Í bókinni SALT og HUNANG er að finna íhuganir út frá 366 versum úr Biblíunni, ein fyrir hvern dag ársins. Orðin eru ýmist sölt eða sæt og skilja eftir mismunandi eftirkeim hjá lesandanum.
Finna má uppörvunar- og þakkarorð, huggunarvers, áminningar og sögur sem ætluð eru til eflingar og uppbyggingar í dagsins önn og amstri.
Hér er fjallað um viðfangsefni daglegs lífs eins og kvíða, reiði, samskipti, tilgang, gleði, þakklæti, trú og efa, kærleika og ást.
Biblían er sú bók sem flestir kannast við og marga langar að kynnast betur. Þar eru líka Ljóðaljóðin og Davíðssálmarnir sem tjá tilfinningar fólks og endurspegla trú þeirra. Í Biblíunni finnum við sögur af fólki sem var uppi fyrir mörgum öldum, draumum þess og vonbrigðum, átökum og sigrum. Sögurnar eru tímalaus lífssannindi sem eiga enn vel við og geta hjálpað okkur í daglegu lífi.