Meinsemd
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 456 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 456 | 3.390 kr. |
Um bókina
Meinsemd er önnur bókin um lögreglumanninn Juncker og sjálfstætt framhald Kölduslóðar sem kom út í maí 2021. Juncker er enn í Sandsted þjakaður vegna martraða í kjölfar dauða föður hans. Þegar lögmaður í bænum finnst myrtur í almenningsgarði bæjarins sogast hann inn í umfangsmikla rannsókn sem hefur meðal annars þræði til hans eigin fortíðar.
Í Kaupmannahöfn fær Charlotte konan hans, sem er blaðamaður, nafnlausa vísbendingu: Hægt hefði verið að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásina skelfilegu í Kaupmannahöfn hálfu ári fyrr. Charlotte gengur á Juncker sem tók þátt í rannsókninni á hryðjuverkaárásinni en hann neitar með öllu að kannast við neitt slíkt. Hann óttast um líf sitt og Charlotte fari hún að stinga nefinu í málið.
Signe, gamli félagi Junckers í Kaupmannahafnarlögreglunni er tilkippilegri til að aðstoða blaðamanninn en hefur í mörg horn að líta. Hjónaband hennar er komið að fótum fram og hún enn heltekin af hefndarhug gegn manninum sem nauðgaði henni. Þegar í ljós koma tengsl milli hryðjuverkamálsins og líks sem finnst í Kongelunden gefur Signe skít í allt saman og stingur sér út í djúpu laugina í leit að sannleikanum.