Málsvörn stærðfræðings
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 145 | 2.990 kr. |
Málsvörn stærðfræðings
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 145 | 2.990 kr. |
Um bókina
G. H. Hardy (1877-1947) var heimskunnur breskur stærðfræðingur í Cambridge á fyrri hluta 20. aldar. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til talnafræði og stærðfræðilegrar greiningar, en utan fræðaheimsins hefur tvennt einkum haldið nafni hans á lofti. Annað er að hann uppgötvaði árið 1914 indverska stærðfræðisnillinginn Ramanujan, hjálpaði honum að komast til Englands og starfaði með honum allt til dauða Ramanujans 1920. Hitt er þessi litla bók.
Bókin er eins konar fagurfræði stærðfræðinnar, rituð seint á ævi Hardys þegar hann fann að sköpunarmáttur sinn og starfsgeta voru farin að þverra. Hún er skrifuð af hvötinni til að réttlæta val sitt á ævistarfi í augum sjálfs sín og fyrir öðrum mönnum og til að sýna fram á hvers vegna hann taldi hreina stærðfræði þess virði að rannsaka, óháð hagnýtri notkun hennar. Hardy leit svo á að stærðfræðiiðkun væri ekki lýsandi eða fræðandi starf, heldur fyrst og fremst skapandi iðja og er tónn verksins í aðra röndina þrunginn depurð höfundarins sem fannst hinir skapandi hæfileikar sem til þyrfti vera að hverfa með aldrinum. Á hinn bóginn er bókin leiftrandi andrík og skýr; hún veitir einstaka innsýn í viðhorf stærðfræðings í fremstu röð til viðfangsefnis síns og um leið eðli og markmið hreinnar stærðfræði. Því má segja að hún beri sköpunarkrafti höfundarins þrátt fyrir allt fagurt vitni. Hardy beinir máli sínu til hins almenna lesanda, til leikra ekki síður en lærðra, og fjallar um stærðfræðina án nokkurra flókinna útreikninga. Hann lýsir fegurð hennar, sem honum finnst sambærileg við fegurstu ljóðlist og málaralist. En Hardy var einnig mikill friðarsinni og mælir gegn því í bókinni að mælistika hernaðarlegrar beitingar sé lögð á gildi stærðfræðilegra og vísindalegra rannsókna.
Inngangur Málsvarnar stærðfræðings eftir C. P. Snow er sjálfur gullmoli. Rithöfundurinn C.P. Snow lýsir þar samtíðarmanni sínum og vini af mikilli næmni og listfengi, svo að persóna hins sérstæða stærðfræðings stendur lesandanum lifandi fyrir sjónum.
Þýðing: Reynir Axelsson.