Frygð og fornar hetjur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 234 | 3.290 kr. |
Frygð og fornar hetjur
3.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 234 | 3.290 kr. |
Um bókina
Íslendingasögur og Sturlunga eru merkasta framlag Íslendinga til heimsbókmenntanna. Saga fyrstu landnemanna og ættingja þeirra er rakin. Höfuðáhersla er lögð á átök, heiður og hefnd en minna fjallað um náin samskipti kynjanna.
Í þessari bók skrifar Óttar Guðmundsson geðlæknir um kynlíf og ástir á söguöld. Árið 2012 gaf Óttar út metsölubókina Hetjur og hugarvíl sem fjallaði um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í sögunum. Nú gengur hann skrefinu lengra og gægist undir rekkjuvoðirnar í baðstofum og skálum sögualdar og lýsir því sem fyrir augu ber. Íslendingasögur eru bæði siðprúðar og kvenfjandsamlegar bókmenntir þar sem höfundar veigra sér við að ræða opinskátt um kynlíf og ástarmál.
Óttar skoðar sögurnar með augum geðlæknis, túlkar og les milli línanna. Frygð og fornar hetjur bregður upp nýstárlegri og forvitnilegri mynd af ástarlífi á róstusömum tímum.