Landslag er aldrei asnalegt
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 239 | 1.765 kr. | ||
Geisladiskur | 2017 | Mp3 | 3.190 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 2.290 kr. |
Landslag er aldrei asnalegt
1.765 kr. – 3.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 239 | 1.765 kr. | ||
Geisladiskur | 2017 | Mp3 | 3.190 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 2.290 kr. |
Um bókina
Gusi spurði heimspekimanninn í rólegheitum af hverju menn skyldu eiginlega vera að læra heimspeki.
Heimspekimaðurinn horfði íbygginn í gaupnir sér drykklanga stund, líkt og hann vildi virkilega vanda svarið, en sagði svo: Ég veit ekki um aðra, en ég er að læra heimspeki til að skilja heiminn betur. Þá var það svoleiðis að sumir litu upp til fjalla og sáu hvað hafði leyst mikinn frera úr giljum í hlýindunum, aðrir litu út á fjörð og sáu hvar brotnaði í báru innan við sker og því ekkert sjóveður, og síðan litu Ebbi og Bensi hvor á annan, síðan báðir á heimspekimanninn og annar sagði:
Hvað er það, vinur, sem þú skilur ekki?
ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 6 klukkustundir og 50 mínútur að lengd. Höfundur les.