Iðunn & afi pönk
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 133 | 4.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. |
Iðunn & afi pönk
1.490 kr. – 4.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 133 | 4.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 2.690 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. |
Um bókina
Þegar hjólið hennar Iðunnar hverfur kemur bara eitt til greina – systurnar í Súluhöfða hljóta að hafa tekið það. Þá er verst að mamma og pabbi eru farin í ferðalag og barnapían afi pönk hugsar meira um lúsmý og eldgamlar hljómsveitir en tapað hjól. Iðunn og afi pönk er stórskemmtileg saga um flókna ráðgátu og öll vandræðin sem gamlir pönkarar geta þvælt sér í.
Gerður Kristný er einn af okkar færustu höfundum og skrifar jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Hún hlaut Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir Garðinn og eftir bókaflokki hennar um forsetann á Bessatöðum samdi Gerður vinsælan söngleik.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 17 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
5 umsagnir um Iðunn & afi pönk
embla –
„Iðunn og afi pönk lýsir veröld ellefu ára stelpu í Mosfellsbæ. Atburðarásin hverfist um afa hennar, dularfullt reiðhjólshvarf og grunsamlegar stelpur í hverfinu. Ekki er allt sem sýnist, ekki pönkið heldur. Trú afa á frelsi og umburðalyndi fólks gagnvart sjálfu sér og öðrum, eflir Iðunni og á erindi við lesendur. Gerður Kristný skrifar af leikandi húmor, með skáldlegri hrynjandi og smitandi ást á tungumálinu.“
Umsögn dómnefndar / Fjöruverðlaunin
embla –
„BRÁÐSKEMMTILEG“
Sunna Dís / Kiljan
embla –
„Frásögnin er afar vel uppbyggð, sagan gerist á nokkrum dögum og hverfist að mestu um leit Iðunnar að hjólinu og samveruna með afanum. Þræðirnir fléttast saman á óvæntan hátt og í lokin er lesandanum komið á óvart ekki einu sinni, heldur tvisvar, þegar leysist úr ýmsum málum sem hafa hvílt bæði á Iðunni og afa hennar.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntaborgin
embla –
„Iðunn og afi pönk er skemmtileg, fyndin og fjörug bók sem bætir hressir og kætir.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
embla –
,,IÐUNN & AFI PÖNK er alveg þrususkemmtileg bók um klára og lífsglaða stelpu og klára og lífsglaða afann hennar. Og óvættina í næstu götu. Iðunn er frábær smíð hjá Gerði Kristnýju, besti leiðsögumaður um Mosfellsbæinn og líf ellefu ára stelpna sem hægt er að hugsa sér, orðheppinn nagli en líka hrifnæm og opin, til í að umbera uppátæki afa síns og gefa óvættunum séns. Þær eru líka dásamlegar. Hey ho, let’s go!”
Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar