Heimska
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 166 | 2.605 kr. | ||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2015 | 166 | 2.605 kr. | ||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Um bókina
Í óskilgreindri framtíð, undir vökulum augum eftirlitssamfélagsins, gera rithöfundarnir og fyrrverandi hjónin Áki og Leníta allt sem þau geta til ganga hvort fram að öðru. Á meðan gengur lífið sinn vanagang, út koma bækur sem ýmist fá verðlaun eða ekki, sólin mjakar sér yfir fjöllin snemma árs og skín á Ísfirðinga, bakkelsislyktina leggur úr Gamla bakaríinu og listnema úr borginni hreiðra um sig í yfirgefinni rækjuverksmiðju. Svo fer rafmagnið að flökta.
Heimska er skáldsaga um að sjá allt og sjást alls staðar, um óstjórnlega forvitni mannsins og þörf hans fyrir að vekja athygli, um fánýti bókmennta og lista – og mikilvægi – um líkindi mismunarins, um hégóma, ást og svik. Og síðast en ekki síst um framtíðina.
Eiríkur Örn Norðdahl hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Illsku. Heimska er fimmta skáldsaga hans en hann er einnig þekktur fyrir greinar sína og ljóð.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
4 umsagnir um Heimska
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… mjög skemmtileg.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Heimska er vel fléttuð skáldsaga, spennandi og grípandi, skrifuð á skýru og vönduðu máli og persónugalleríið er áhugavert..“
Ásta Kristín Benediktsdóttir / Hugrás
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Írónísk frásögnin nær auknum styrk þegar á líður … og þá sýnir höfundurinn vel hvers hann er megnugur í frásagnartækni og snörpum stílbrögðum, í lýsingu á nöturlegum heimi sem hefur tekið við af þeim sem við þekkjum …“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Heimska er ádeila á nútímasamfélag, hraðann og narsissismann sem einkennir það að mörgu leyti … vel unnin, góð og áhugaverð bók sem óhætt er að mæla með.“
Hildur Ýr Ísberg / Sirkústjaldið