Saga býflugnanna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Kilja | 2020 | 422 | 3.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. |
Saga býflugnanna
1.490 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Kilja | 2020 | 422 | 3.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.990 kr. |
Um bókina
England 1852: William rífur sig upp úr þunglyndi til að hanna býflugnabú sem halda á nafni ættarinnar á lofti um ókomna tíð. Bandaríkin 2007: George stritar við býflugnaræktina og reynir að hundsa ógnvekjandi fréttir frá starfssystkinum sínum sunnar í landinu.
Kína 2098: Tao vinnur við að handfrjóvga ávaxtatré en dreymir um betra líf fyrir son sinn. Svo verður óhappið …
Í Sögu býflugnanna fléttast þrír grípandi þræðir saman í þétta frásögn sem snýst í senn um margslungin sambönd fólks og samspil manns og náttúru.
Maja Lunde hefur skrifað metsölubækur fyrir börn og fullorðna.
Saga býflugnanna sló í gegn um allan heim og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Norsku bóksalaverðlaunin.
Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 13 klukkustundir og 20 mínútur að lengd. Arnljótur Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson og Valgerður Sigurðardóttir lesa.
5 umsagnir um Saga býflugnanna
embla –
„Saga býflugnanna er verulega minnisstæð bók, sem svo sannarlega á erindi.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið
embla –
„Frásagnirnar flæða vel saman. Með því að flétta saman sögur þar sem ólíkar hliðar á sama teningi koma fram verður til góð heildarmynd. Sögur aðalpersónanna þriggja, hver frá sínum stað og tíma, og saga býflugnastofnsins renna áreynslulaust saman í eina heild.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
Ester Ósk –
„… gríðarvel skrifuð skáldsaga, og tryllingslega spennandi.“
Svenska Dagbladet
Ester Ósk –
„Lesið, lesið, á meðan býflugurnar suða enn í kringum höfuðið á ykkur.“
Weekendavisen
Ester Ósk –
„Snjöll og sláandi fögur saga.“
Stavanger Aftenblad