Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Skrímsla kisi
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 3.100 kr. |
Um bókina
Litla skrímslið hefur eignast kettling. Hann kisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur skrímslakisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult?
Skrímslakisi er áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir.
Í tilefni þess að 10 ár eru frá útgáfu fyrstu bókarinnar um skrímslin hefur þriðja bókin, Skrímsli í myrkri, verið endurprentuð og er dreift samhliða þeirri nýju.
4 umsagnir um Skrímsla kisi
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Skrímslakisinn er eins og barnabækur eiga að vera … fær fjörtíu og ellefu stjörnur!“
Auður Haralds / Virkir morgnar
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Kraftmikil, fyndin og heilsteypt; það er auðvelt að skilja að börn verði hrifin af þessum persónum.“
Anne Cathrine Straume, NRK
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Líkt og í fyrri skrímslabókum er sagan dregin upp með sterkum myndum og stuttum texta. Það er vel til fundið að sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum … Það er ekki hægt annað en að þykja væntum um skrímslin og gleðjast yfir enn einni gæðabókinni úr frjóu samstarfi Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakelar Helmsdal.“
Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Textinn er broslegur, persónur skrautlegar og myndirnar afar lifandi … Afar vönduð og lifandi barnabók á mörgum plönum sem býður upp á að vera lesin margsinnis og alltaf hægt að finna eitthvað nýtt að tala um.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið